Bless Bless :)
12.9.2008 | 00:49
Jæja þetta er farið að vera kunnulegt, klukkan orðin meira en miðnætti, ferðataskan enn opin og flugið á morgun. Einhvern vegin virðist þetta vera ákveðið ferli sem ég þarf að fara í gegnum í hvert skipti sem ég ætla mér út fyrir landsteinana. Hins vegar lítur herbergið mitt ekki út fyrir að það hafi orðið Chernobyl slys í því að þessu sinni :) Gat nú ekki skilið við það þannig í 3 og næstum því hálfan mánuð.
Já loksins er komið að því að ég fæ að fara í ferðina mína, eftir aðeins of margar sprautur og ógeðisdrykki og heilan gám af vítamínum sem ég keypti fyrir ferðina. Þið gætuð sum munað eftir apótekinu sem fylgdi mér í Tyrklandi..... það var í raun bara lítið útibú miðað við það sem ég hef með í för núna. Þannig að ef ég verð veik (sem ég verð nú, samkvæmt ákveðnum lækni) þá á apótekið mitt ekki von á góðu.
Áður en ég fer til Indlands ætla ég hins vegar að stoppa í 10 daga á uppáhlds staðnum mínum í öllum heiminum. Östergardsparken 17 í Odense:) Þið gætuð spurt ykkur hvers vegna en það er vegna þess að þar búa tveir skæruliðar sem ég elska út af lífinu. Þeir geta rifist um allt, allt frá því hver má leika með dótið, hver á mesta plássið og jafnvel hver má anda meira lofti að sér - enda eru þessir drengir bræður og miðað við ákveðna bræður sem ég þekki eru þessir tveir á beinni braut! (Davíð og bróðir, þið takið þetta til ykkar) Svo eiga þeir líka frábæra foreldra sem hugsa betur en nokkur maður gæti um þá. Ég á t.d bílprófið mitt Bjarna að þakka:) Annars væri ég enn gangandi vegfarandi, eins og sumir sem ég þekki nú...! Og ef ekki væri fyrir systur mína, ja þá væri ég muun týndari en ég er í lífinu:) MUUN, bara láta ykkur vita.
Þá er ég farin að sofa, hafið það gott á meðan ég er í burtu
Athugasemdir
Þú ert söm við þig, það er gott.
Ógeðisdrykkirnir og sprauturnar eru loksins að farað borga sig.
Þú ert heppin að eiga litlu frændur þína.
Skemmtu þér vel hjá systu..
OG VERTU DUGLEG AÐ BLOGGA
Love :)
Valgerður (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 01:16
hæ
sakna þín strax
hafðu það gott og bið að heilsa skæruliðunum
kv. ein í tölvufræði
p.s vertu dugleg að blogga!
Vaka (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:30
Góða ferð!
Axel (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 15:03
Jii ekki get ég ímyndað mér lyfjabúið þitt núna..
Ég þarf að drífa mig að senda minninga/kveðjubréfið mitt.. Ætlaru að senda mér alveg fullt heimilisfang eða er þetta nóg sem er í blogginu þínu :D
Allavega, góða ferð Sveiní mín og gerðu það fyrir mig að njóta tímans í botn :D Kein heimweh:D
Ásta Hulda Ármann, 12.9.2008 kl. 15:47
HAHA JESS, kominn tími til..party í kvöld..gummi splæsir í 3 kúta..;)
en skemmtu þér..ég mun skemmta mér hérna án þín...haha:D
nei ok..góða ferð..;) híhí
Gummi (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:57
Hahaha...ég gleymi aldrei pillupokanum, smyrslunum, sólarvörnunum og kremunum frá því á Tyrklandi :) ..Djöfull var Tyrkland mikil snilldarferð btw! :D
En allavega, ég er ótrúlega spennt fyrir þína hönd að vera að fara til Indlands, þú átt eftir að plumma þig vel þarna með vítamíntöflurnar í hægri og flugnavörnina í vinstri
Góða ferð og góða skemmtun, ég á eftir að sakna þín gimpið þitt :D
Kristrún (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 14:42
Loksins er komid ad thví!!
Er ótrúlega spennt og pínu stressud fyrir thína hönd. Ég er nú samt thad heppin ad thú kemur og gistir hjá mér sídustu nóttina fyrir tyrkland :-D YES!! Thá geturu líka séd nýju íbúdina mína!
Og já - ég vildi ad ég væri líka med bílpróf, haha ;-) Kannski ég ætti ad bjalla í Bjarna.
Bid ad heilsa skærulidunum!!
Lovjú.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.