In the nama of Allah
14.9.2008 | 09:25
Þar sem ég er að fara að fljúga til Delhi gat é gekki annað en tekið eftir sprengjuárásunum sem urðu þar á laugardaginn svo ég ákvað að setja inn stutt blogg um þetta.
Það sprungu 5 sprengjur á minna en 1 og hálfum tíma um allt í Delhi. Sú fyrsta sprakk kl 06:10 á markaði (Ghaffar marked), fljótlega eftir það sprungu 2 sprengjur í miðri Delhi (Caonnaught). Nánast á sama tíma sprakk sprengja á markaði (Greater Kailash) og 7 mínútum eftir það sprakk síðasta sprengjan svo á sama markaði. Nýjustu tölur segja að um 30 manns hafi látist (en hún hefur farið hækkandi) og 90 manns slastast.
The Indian Mujahideen hafa lýst ábyrgð á sprengjunum, þetta er Íslamskur hryðjuverkahópur sem er í Indlandi og hefur staðið fyrir ýmsum öðrum sprengjutilræðum þar. Þó er talið er að þetta nafn sé aðeins hálfgert cover fyrir aðra hryðjuverkahópa eða samblöndu af þeim eins og Lashkar-Huji, Harkat-ul-Jihad-e-Islami og the Students Islamic Movement of India
The Indian Mujahideen sendu e-mail rétt fyrir fyrstu sprengjuna á CNN-IBN - sem er indversk fréttastöð undir nafninu "Message of death" og í því stóð hinn heillandi texti "In the name of Allah, Indian Mujahideen strikes back once more. ... Do whatever you can. Stop us if you can." Ótrúlegt að fólk skuli alltaf fela sig á bakvið e-n guð til að réttlæta svona hluti! Stundum bara að nota common sence - það er ekki sniðugt að drepa fólk! Sama hvaða guð þú trúir á.
Rannsókn stendur yfir á sprengjuárásunum í Indlandi en aðferðirnar sem voru notaðar í þessar árásir eru skuggalega líkar fyrri árásum sem voru gerðar í Jaipur, Bangladore og Ahmedabad og því er talið líklegt að þetta sé sami hópur og þá.
Það eina jákvæða við þessar fréttir er að það voru staðsettar 3 aðrar sprengjur sem ekki sprungu, ein í ruslatunnu í barnagarði (svakalega brútal samt), ein hliðin á bíóhúsi og ein enn í ruslatunni garði í miðri Delhi. þessar sprengjur voru allar fundnar og aftengdar. Pakistan hefur svo einnig lýst yfir stuðningi sínum gegn þessum sprengjuárásum...
Svona mér og öðrum til huggunar búa um 1,1 milljarður í Indlandi og líkurnar á að ég lendi í sprengjuárás eru ábyggilega minni en að lenda í bílslysi
Svo var víst rúsnesk flugvél að brotlenda sem var á leið sinni frá Moskvu, þar sem ég mun millilenda... gaman að þessu!!
Athugasemdir
Þetta hljómar ekki vel! Passaðu þig þarna úti krúttið mitt!!! Ertu búin að heyra e-ð meira um lýðháskólann?? Ég verð dugleg að lesa bloggið þitt og Völu núna með nýju tölvuna við hendi, elska þig þúsundfalt:)
Helga (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 12:13
Guð minn góður Svanlaug... ég sá einmitt þessa frétt og fékk frekar mikið sjokk... sprengjur út um allt.... Farðu varlega litla mín og vertu dugleg að blogga:D
Eva Ósk (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:12
Guð geymi þig.. það mundi amma segja. Og núna ég.
Valgerður (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:15
djís svanlaug,
maður er farinn að hafa áhyggjur af þér
í guðanna bænum bloggaðu frekar um eitthvað skemmtilegt sem er að gerast
hvað elvar að gera af sér núna?
vaka (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:11
ef þú springur þá pant eiga hægri fótinn..:D
gummi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:18
Omg.. Það er verið að undirbúa komu Sveiní.. Jii minn :D
Þú btw gerðir daginn minn að betri dag eftir að ég las mailið þitt... Ég hló og brosti :D Sakna þín líka öfgamikið. Trúi ekki að við höfum náð að vera svona lengi í burtu frá hvor annari! Hélt að þetta væri ekki hægt. En það eru núna eiginlega bara 3 mánuðir þangað til að við hittumst næst, omg þá erum við búnar að vera í sundur í júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember og desember. Jii minn..
Ásta Hulda Ármann, 15.9.2008 kl. 10:10
Ó jiminn eini, farðu varlega elsku Svanlaug mín :s Þetta er ótrúlega óhugnarlegt :( En þetta verður vonandi frábær ferð hjá þér og mikil upplifun :D Skrilljón knúsar frá mér :* -Helena :D
Helena (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:51
vá þetta er rosalegt,, farðu varlega ( þó svo að eg viti alveg að þú geir það ):) skemmtu þér rosalega vel þarna úti, þetta verður pottþétt alveg rosaleg lífsreynsla sem þú færð út úr þessu, Eg mun fylgjast með blogginu þínu eins og eg get ,, hehe:).. kv Anna
Anna Margret (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:36
haha shit mar, var að sjá sms í símanum mínum sem ég hef einvherntíman skrifað að ég eigi að tékka á því hvort þú værir dauð einhverstaðar í Indlandi og það fyrsta sem ég sé er tilkynning um sprengjuárás.
Lítur út fyrir að ég þurfi ekki að kíkja hingað mikið oftar.
blöff mar góða skemmtun
Axel stóri vinur hans Sævar sem hittir þig alltaf þegar þú ert full (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:16
Hvaða hvaða, smá flugeldar í tilefni komunnar, þeir eru bara að hita upp fyrir alvöru showið þegar þú mætir á staðinn!
Axel (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:52
Mér finnst nú ekki rass í bala gaman ad thessu..! :-(
Ragnhildur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:54
oki svanlaug ertu viss um að þú viljir fara ?
annars þá myndi ég halda að þú værir semmí næstum því alveg safe , meina þeir eru búnir að sprengja þessa sprengjur...frekar glatað að gera alveg eins hryðjuverka áras aftur bara viku seinna eða eitthvað....nei ég trú því ekki að hryðjuverkamenn séu svona einhæfir, þeir eru alltaf að finna nýjar leiðir til að drepa fólk. ! annars skemmtu þér vel í dk og góða ferð til Indlands...
láttu vita af þér við og við....sendu mér email á sandrasaesa@gmail.com !
lots of love ;)
Sandra (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 13:52
í guðanna bænum farðu að blogga stelpa
þetta dómsdagsblogg hræðir mig
Vaka (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:16
heyrðu hérna farðu varlega vitleysingur :) ekkert að fara þar sem er verið að bomba vertu bara einhverstaðar annarstaðar. Og svo þarftu að fara að blogga meira :)
Jóhanna Fagrabrekka :) (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:37
Haha sammála Vöku það er svolítið hrikalegt að koma inn á síðuna og lesa aftur og aftur IN THE NAME OF ALLAH
Valgerður (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.