Min 15 minutna fraegd
8.10.2008 | 15:07
Jajea eins og eg sagdi ta eyddi eg helginni i Bundhi, eins konar turistaborg. Vid forum ad skoda foss, sem var svaaaka flottur og tar gerdist eg Tarsan i einn dag og synti med fiskunum og risa vatnsormunum, sveifladi mer i trjagreinum og pissadi a steina. Eftir tad forum vid uppa fjall ad skoda eldgamalt, riisa stort virki sem var andsetid af trilljon opum. Okkur var radlagt ad taka apaprik med okkur til ad verjast gegn teim...sem vid gerdum reyndar ekki! Svo klarar stelpur.
Fossinn sem vid svomludum i
Vid fyrstu brekkuna a leid upp fjallid gaf billinn sig audvitad og vid turftum oll ad fara ut ad yta! Vuhu. Hann komst to af stad aftur og keyrdi a undan okkur upp mestu brekkurnar ...og vid hlaupandi a eftir honum. Svo endurtok tetta sig audvitad aftur 1 minutu eftir ad vid settumst inn i bilinn aftur. Ta til mikillar lukku brunadi risa bensintanka bill upp brekkuna a undan okkur og vid tokum oll a sprett med gledi i augum. En adeins eg, Romeo og Isabelle nadum bensinbilnum og stukkum aftan a hann. Tar hekk eg svo alla leidina upp fjallid og djofull var tad tess virdi!! Tratt fyrir ymsar efasemdir um ad tolla a alla leidina vegna tess hve hratt vid forum og audvitad ta stadreynd ad tetta var fullur tankur ad bensini fyrir framan mig.. En a leidarenda komst eg a medan hinir turftu ad labba haha
Eg hangandi i tjranum, veit ekki hvort tid sjaid myndina...
A laugardeginum tegar vid vorum i sakleysi okkar a rolti um markadinn, vorum vid gripnar og dregnar inn a eins konar truarsamkomu. Okkur var tvegid um hendurnar og stillt upp fremst vid altarid fyrir framan svona 200 manns, allir i eins gulum klaednadi. Og tar stodum vid, allar jafn clueless um hvad vaeri i gangi. Svo kom i ljos ad vid attum ad dansa! Og tad var ekki margt annad i stodunni en ad taka nokkur dansspor... Vid tad brutust ut mikil fagnadarlaeti og allar konurnar komu til okkar ad dansa med... Tad var rosa gaman! Og rosa spes!
A manudaginn var bankad a dyr hja okkur og okkur bodid a truarhatid i baenum okkar. Vid akvadum audvitad ad skella okkur og bjuggumst vid godri einfaldri skemmtun. En tegar vid maettum a svaedid voru borgarbuar med svoldid annad i huga. Tad var buid ad stilla upp 6 stolum fremst vid svidid tileinkad okkur. Allir med gapandi augu beint ad okkur og madurinn med upptokuvelina var uppteknari vid ad taka okkur upp heldur en danssyninguna sjalfa. Tar satum vid i gegnum alla syninguna, sem var indverskur prikadans og i hvert skipti sem litid barn svo mikid sem dirfdist ad lyfta littla fingri upp i sjonlinuna okkar kom gomul vond kona og bardi tau med prikinu sinu. Mer langadi helst ad rifa prikid af henni og leyfa henni adeins ad fnna fyrir tvi, en sa draumur vard ad bida betri tima tvi vid vorum audvitad teknar upp a mitt svidid og latnar gera truarlega hluti sem vid vissum ekkert um. Svo fengum vid ad taka tatt i prikadansinum fengum 5 sekundna kennslu (hefdi matt vera svona 2 timar) og svo hofst dansinn. Eg var i tomu tjoni, ekkert snidugt ad gefa mer prik i hendi!, kosveitt en skemmti mer storkostlega.
Eftir dansinn vorum vid dregnar ut um allt, allir vildu snerta littlu hvitu krylin, segja hae vid tau og stara a tau. Tad gekk frekar erfidlega ad komast burtu i bilinn og mugurinn elti okkur lengi lengi slaandi i bilinn og vinkandi. JA tad ma segja ad eg hafi fengid mina 15 minutna fraegd i lifinu!
Takk fyrir mig.
p.s vona ad tad gangi vel hja ykkur heima, var fyrst nuna ad lesa um kreppuna, hljomar ekki vel.
Athugasemdir
Frábært að þú skemmtir þér vel.Vonandi gengur alt vel.Flott að fá myndir Kveðja mamma
Inga Hrönn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:33
Svanlaug mín.
Bara innlitskvitt. Tú ert . Tarsanmyndin komin í albúm!
Kvedjur
Thora
Þóra (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 16:14
Geggjaðar myndir, veivei. Ekkert smá gaman að lesa.
Fólkið heima bjargar sér, no worries. Ég er að reyna að byrja í skóla og er orðin úber sænsk á hjóli út um allt. Hlakka til að skrifa þér bréf með fréttum. Það ættu hlutir að farað gerast núna hehe.
Haltu áfram að vera svona dugleg að skrifa og setja inn myndir! og ætlaru ekkert að verða brún þarna eða? hehehe
Sakna þín litla og hlakka til að kremja þig og kæfa um jólin
Valgerður (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 16:26
ég hlakka til ad kremja ykkur bádar, thig og valgerdi, um áramótin!!
Gódur, Tarsan - flott á thví ;-) Kennir mér prikadansinn um áramótin..
Ragnhildur (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:29
Var þessi Tarzanleikur sem þú fórst í skemmtilegri en hann sem við fórum í í íþróttum í snælandsskóla?:p
gummi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:35
það getur ekki verið,
ekkert var betra en Tarzanleikurinn!
ótrúlega skemmtilegt blogg svanl, mín
hallt áfram og settu eins mikið af myndum og þú getur :) og nennir
kv. vaka
Vaka (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:04
Þvílík upplifun - ætli þú verður ekki átalin einhverskonar Gyðja núna? Eftir 10 ár sérðu myndir af þér á helstu götuhornum á Indlandi... ;)
Skemmtu þér vel úti :)
Yousef Ingi Tamimi, 8.10.2008 kl. 21:37
Hehe, awesome mynd af þér.
Vona að gengið drepi þig ekki, myndi tékka á því ef ég væri þú.
Haltu áfram að skemmta þér, og já, það toppar ekkert Tarzan leikinn úr Snæló.
Axel (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:59
Hæhæ Svanlaug, ég er að mygla í vinnunni en bloggið þitt stytti mér klárlega stundir svo takk fyrir það! Þú verður að kenna okkur þennan prikadans um áramótin. Farður vel með þig :) Róbert skilar kveðju líka, ég skal segja honum frá blogginu þínu :P
Gyða (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:41
Hahahahahah oki vá ég er ennþá með tár í augunum af því ég hló svo mikið við tilhugsuna af þér í spottlight-inu að dansa fyrir framan fullt af fólki :D
sé að þú ert að skemmta þér nokkuð vel, endilega settu fleiri myndir inn :)ég lofa að reyna að vera duglegri að kommenta ! :D
kossar og knús
-Sandra-
Sandra (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:20
Fer thér vel græni indverski kjóllin ;-) Bara ordin eins og innfædd! (bara pínu ljósari í húdinni).
Vá, tarzanleikurinn úr snæló. Var alveg búin ad gleyma honum! Good times.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:05
Hæhæ
Gaman að sjá að þú hefur það gott úti. Ekki hafa áhyggjur af okkur hérna heima, við spjörum okkur:)
Egill Óskarsson, 10.10.2008 kl. 20:44
Hehehe..ég sé þig alveg fyrir mér í prikadans :D En þú hefur þá skilið kreppuútskýringarmeilið mitt, sem er gott.
Ég hef ekkert meira að segja! Hafðu það gott!
Kv. Kristrún
Kristrún (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:46
hahaha Svanlaug þú ert svo mikil snilld! rosalega týpískt þú að lenda í þessu öllu saman:D en rosa gott að heyra hvað þú fílar þig vel þarna úti.... kisskiss
Kveðja Eva Ósk:)
Eva Ósk (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:29
Hæ Svanlaug, ég var að skoða myndina af þér þar sem þú ert að hanga í trjánum og hef bara eitt að segja "ertu bálklikkuð" kannski var þetta aparóla. Í gær var ég að hlaupa í stjörnuhlaupinu (5 km) í skólanum og varð í 4 sæti í 0.bekk, hljóp þetta á 37 mínútum og ætla sko að reyna að bæta mig í vor þegar hlaupið verður aftur. Ég sakna þín og haltu áfram að skrifa svona sögur um þig. Hilsen Elvar Árni í danaveldi.
Elvar Árni (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 16:22
Hæ Svanlaug er gaman ? Mér finnst alla vega gaman að skoða myndir af þér í Indlandi þar er allt svolítið skrítið, er það ekki. Ég er kominn í haustfrí og vaknaði kl 6:30 í morgun, pabbi var ekkert voðalega glaður með mig, segir að maður eigi að sofa lengur þegar það er frí . Ég er alltaf að teikna þessa dagana, set smjörpappír ofan á mynd og tek hana í gegn og sný blaðinu við og teikna aftur í línurnar og þá er myndin komin á blað og þá er ég búinn að teikna myndirna þrisvar sinnum.
Bless bless Svanlaug sæta, jeg savner dig, Arnar Daði.
Arnar Daði (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 16:30
Hæ, kemur í ljós að Róbert veit alveg af þessari síðu..djók..en ég reddaði því og sagði honum bara brandara í staðinn :P
Gyða (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.