Jæja eftir að hafa klárað menntaskólann ákvað ég að kíkja aðeins á heiminn og er nú á leið til Indlands (S-Rajhastan héraðs) í sjálfboðaliðastarf í 3 mánuði. Ég ætla að gera mitt besta að lenda ekki í vandræðum á leiðinni þó svo að ég geti engu lofað (sry mamma og pabbi!) því ég á það til að vera örlítið... tjah... utan við mig er hægt að segja. En ég get allavega lofað ágætis bloggsögum af öllum þeim ævintýrum sem ég mun koma mér í, því þau verða ábyggilega nokkur;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.